Fara í efni
Íþróttir

„Sjáum til hvað ég get hjálpað liðinu mikið“

Valþór Atli brýst í gegnum um vörn Gróttu og skorar í eina skiptið í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallg…
Valþór Atli brýst í gegnum um vörn Gróttu og skorar í eina skiptið í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Valþór Atli Guðrúnarson fór úr axlarlið hægra megin í leik gegn Val í Reykjavík fyrir aðeins 20 dögum en lék óvænt með Þórsliðinu gegn Gróttu í dag, í Olís deildinni í handbolta.

„Ég hef tvisvar farið í aðgerð á hægri öxlinni og átti þar af leiðandi ekki að geta farið úr lið!“ sagði Valþór við Akureyri.net í dag. „Það gerðist nú samt, en endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það eru enn einhverjar bólgur í öxlinni en hreyfigetan er góð þótt það vanti aðeins upp á styrkinn. Ég tek bara einn dag í einu og við sjáum til hvað ég get hálpað liðinu mikið,“ sagði Valþór Atli.

Valþór kom einu sinni inn á í fyrri hálfleik til að taka víti, en hitti ekki markið. Hann lék svo síðustu 10 mínúturnar og var fljótur að stimpla sig inn; gerði mark eftir gegnumbrot og stjórnaði sóknarleiknum af yfirvegum það sem lifði leiks.