Fara í efni
Íþróttir

„Mjög stoltur að hafa fengið traustið“

Stoltur með fyrirliðabandið. Arnór Þór Gunnarsson í viðtali eftir leikinn í Portúgal í gærkvöldi. Skjáskot af vef RÚV.

„Þetta er mikill heiður. Ég hef alltaf verið mjög stoltur að leika fyrir land og þjóð, og í kvöld var ég mjög stoltur að hafa fengið það traust að vera fyrirliði íslenska landsliðsins,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson sem var fyrirliði í gærkvöldi, þegar Ísland tapaði fyrir Portúgal 26:24 í jöfnum leik, í undanriðli næsta Evrópumóts. Leikið var í Porto. Næsta víst er að Arnór verður fyrirliði Íslands á heimsmeistaramótinu sem hefst í Egyptalandi í næstu viku.

„Við getum tekið fullt af hlutum með okkur úr þessum leik, í næstu tvo á móti Portúgal,“ sagði hinn nýskipaði fyrirliði, en þjóðirnar mætast á ný í undanriðli EM á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudaginn og fyrsti leikur Íslands á HM í Egyptalandi verður svo gegn Portúgal, fimmtudaginn 14. janúar – fjórum dögum eftir viðureignina í Hafnarfirði!

„Við spiluðum vel á köflum og náðum þá að tæta þá í okkur en svo fóru einhver færi forðgörðum og markmaður Portúgala varði skot á mikilvægum augnablikum. En eins og ég segi, við tökum fullt með okkur og erum bjartsýnir. Það þýðir ekkert að hengja haus heldur að byrja að hugsa um næsta leik,“ sagði Arnór Þór.

Arnór skoraði þrjú mörk í gærkvöldi en Oddur Gretarsson kom ekki við sögu.

Arnór Þór fyrirliði landsliðsins

Foreldrar Arnórs og Arons stoltir

Aron Einar: „Mér finnst þetta hrikalega flott“