Fara í efni
Íþróttir

Aron Einar: „Mér finnst þetta hrikalega flott“

Aron Einar og Arnór Þór fagna eftir að Ísland sigraði Austurríki 2:1 á EM í knattspyrnu í Frakkklandi 2016, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitunum.

„Mér finnst þetta hrikalega flott. Hann getur verið stoltur og við erum svo sannarlega stolt af honum,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, við Akureyri.net í dag eftir að bróðir hans, Arnór Þór, var gerður að fyrirliða landsliðsins í handbolta.

„Addi veit til hvers er ætlast af honum í liðinu, ég veit að hann heldur áfram að gera það sem hann er vanur að gera, það er engin spurning. Það er alveg sama hvort hann er með fyrirliðabandið eða ekki. En þetta er vissulega viðurkenning og sýnir vel að þjálfarinn ber traust til hans. Þjálfarinn veit að hann smitar út frá sér,“ sagði Aron.

Leikur Portúgals og Íslands í undankeppni EM í kvöld verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu. Leikurinn hefst kl. 19.30 en útsending 19.15.

Arnór Þór landsliðsfyrirliði

Foreldrar landsliðsfyrirliðanna stoltir