Fara í efni
Íþróttir

KA-stelpurnar urðu deildarmeistarar

Deildarmeistarar KA. Mynd af Facebook síðu félagsins.
KA varð deildarmeistari kvenna í blaki í kvöld þegar liðið sótti Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. KA var á toppnum og mátti tapa 3:2 en næla samt í titilinn og leikurinn fór einmitt þannig.
 

Úrslit hrinanna urðu þessi, 29:27 –18:25 – 23:25 – 25:8 –15:9. Í keppni efstu liðanna þriggja fékk KA 10 stig, Afturelding 8 en HK var án stiga. Þá er aðeins lokaspretturinn eftir; úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn þar sem KA-stelpurnar eiga líka titil að verja.