Fara í efni
Íþróttir

Íslandsmet Baldvins í 3000 m – 7:49,68

Baldvin Þór Magnússon eftir methlaupið í Watford í gærkvöldi.

Bald­vin Þór Magnús­son, sem skráður er í Ungmennafélag Akureyrar, bætti í gærkvöldi tveggja ára Íslands­met Hlyns Andrés­son­ar í 3000 metra hlaupi utanhúss þegar hann fór vegalengdina á 7:49,68 mín. á móti í Watford á Englandi. Bald­vin kom þriðji í mark í gær.

Gamla metið, sem ÍR-ingurinn Hlynur setti í ágúst 2021, var 7:54,72 mín­út­ur. Bald­vin á einnig Íslands­met í grein­inni inn­an­húss; hljóp á 7:47,51 í fe­brú­ar á síðasta ári.

Grand Prix mótið í Watford í gær er hluti mótaraðar sem British Milers  Club (BMC) gengst fyrir ár hvert.

Baldvin á nú Íslandsmet í þremur greinum utanhúss:

  • 1500 m – 3:40,36 mín – sett í mars á þessu ári
  • 3000 m – 7:49,68 mín – sett í gær
  • 5000 m – 13:32,47 mín – sett í apríl 2022

Verðlaunahafarnir í 3000 metra hlaupi á Watford Grand Prix mótinu í gær. Frá vinstri: Baldvin Þór Magnússon (7:49,68 ), Marc Scott (7:48,32) og Emile Cairess (7:49,03)