Fara í efni
Íþróttir

Litskrúðugir garpar í „hressandi“ kulda

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Hið árlega gamlárshlaup UFA Eyrarskokks var þreytt í morgun. Þátttakendur voru hátt í 100 og óvenju skrautlega klæddir af hlaupurum að vera, en það er orðin hefð í þessu skemmtilega hlaupi.

Þátttakendur létu það ekki á sig þótt kalt væri í veðri og mjög hvasst. „Hressandi,“ sagði einn hlaupagarpurinn og hljómaði trúverðugur!

Tveir möguleikar voru í boði, 4 eða 6 kílómetrar, og ekki var annað að heyra en nær allir hefðu hlaupið lengri vegalengdina. Enginn tók tímann að þessu sinni heldur keppti hver við sjálfan sig og að loknum teygjum og brosi fyrir ljósmyndarann dreif mannskapurinn sig inn í hlýjuna og gæddi sér á súpu og brauði.