Fara í efni
Íþróttir

Hafdís í þriðja sæti á Smáþjóðaleikunum

Fulltrúar HFA í hjólreiðakeppni Smáþjóðaleikanna. Sóley Kjerúlf Svansdóttir, Silja Jóhannesdóttir og Hafdís Sigurðardóttir, Aðsend mynd.

Hafdís Sigurðardóttir, hjólreiðakona úr HFA, náði í morgun frábærum árangri í tímatöku í hjólreiðakeppni Smáþjóðaleikanna sem standa yfir í Andorra. Hafdís varð í 3. sæti, en þær sem voru henni fremri, keppendur frá Lúxemborg, eru báðar atvinnukonur í hjólreiðum með liðum sem taka þátt í mótaröð atvinnumanna.

Hafdís endaði í 3. sæti á tæpum 22 mínútum, en brautin var 13,7 km löng með 225 metra hækkun. Með þessum árangri varð Hafdís aðeins annar Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna í hjólreiðum á Smáþjóðaleikunum.

Þetta var fyrsta grein hjólreiðanna þar sem keppendur úr Hjólreiðafélagi Akureyrar keppa fyrir Íslands hönd. Silja Jóhannesdóttir, einnig úr HFA, varð í 11. sæti. Hér má sjá úrslitin í tímatöku í kvennaflokki. Hafdís og Silja koma úr Hjólreiðafélagi Akureyrar, en Bríet Kristý úr Tindi.