Fara í efni
Íþróttir

Brynjar Páll fékk gullið í hástökki á MÍ

Brynjar Páll Jóhannsson í hástökkskeppni Meistaramóts Íslands í Laugardalshöll. Mynd af vef Frjálsíþróttasambndsins.

Brynjar Páll Jóhannsson úr Ungmennafélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari í hástökki fullorðinna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um fyrri helgi.

  • Brynjar Páll, sem er aðeins 16 ára, stökk 1,82 m. Fleiri fóru yfir þá hæð en Brynjar fékk gullverðlaunin þar sem hann var sé eini sem fór yfir byrjunarhæðina.
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð önnur í 3000 m hlaupi og þriðja í 1500 m hlaupi. Hún sett persónulegt í báðum greinum; fór 3000 m á 10:05,95 mín. og 1500 m á 4:44,35 mín.
  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir keppti í 60m og langstökki. Hún setti Íslandsmeti í báðum greinum í sínum fötlunarflokki. Metin átti hún sjálf. 

Ari Heiðmann Jósavinsson, yfirþjálfari meistaraflokks UFA, skrifar ferðasögu á heimasíðu félagsins þar sem hann greinir frá árangri annarra keppenda. Smellið hér til að lesa grein Ara.

  • Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir fyrir FH varð Íslandsmeistari bæði í 60 m og 200 m hlaupi, og auk þess í 4 x 200 boðhlaupi.

Smellið hér til að sjá öll úrslit á mótinu.