Fara í efni
Íþróttir

Baldvin Þór stórbætti Íslandsmetið í mílu

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar bætti í gær Íslandsmetið í míluhlaupi á Michigan Invitational í Ann Arbor, Michigan. Baldvin kom fimmti í mark í mjög sterku hlaupi á tímanum 3:59,60 mín. og var fyrra metið var 4:03,61 mín. sem Hlynur Andrésson (ÍR) setti árið 2020. Frá þessu er greint á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

„Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í febrúar á síðasta ári í míluhlaupi og hljóp þá á tímanum 3:58,08 og var það í fyrsta sinn sem hann hljóp undir fjórar mínútur. Þar sem hlaupið fór fram á 300 metra braut, taldist það ekki sem Íslandsmet,“ segir á vef FRÍ.

Smellið hér til að sjá úrslit mótsins í Michigan.