Fara í efni
Íþróttir

Baldvin stórbætti Íslandsmetið í 5000 m

Baldvin Þór Magnússon á Meistaramóti Íslands sem fór fram á Akureyri í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti …
Baldvin Þór Magnússon á Meistaramóti Íslands sem fór fram á Akureyri í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Baldvin Þór Magnússon, Ungmennafélagi Akureyrar, bætti Íslandsmet ÍR-ingsins Hlyns Andréssonar í 5000 metra hlaupi um  tæpar átta sekúndur á móti í Kaliforníu í gærkvöldi.

Baldvin varð 10. í sínum riðli á tímanum 13 mín. 32,47 sek á Bryan Clay Invitational mótinu í Azusa. Hlynur setti fyrra metið, 13:41,06 mín., í júlí á síðasta ári. Baldvin átti best 13:45,00 frá því á EM U23 ára á síðasta ári þar sem hann vann til bronsverðlauna í greininni. Hann bætti því eigin árangur í gær um rúmar 12 sekúndur. Þessi tími Baldvins er fimmti besti tími Evrópubúa í 5000 metra hlaupi utanhúss í ár, að því er segir á vef Frjálsíþróttasambands Íslands.