Fara í efni
Íþróttir

Baldvin og Sandra íþróttafólk Akureyrar

Baldvin Þór og Sandra María; akureyri.net birti þessar myndir þegar þau voru bæði kjörin 2023 en dæmið snerist við í dag, Baldvin Þór var á staðnum en Sandra María fjarverandi.

Sandra María Jessen knattspyrnukona hjá 1. FC Köln í Þýskalandi og Baldvin Þór Magnússon hlaupari úr Ungmennafélagi Akureyrar voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar árið 2025. Þetta er þriðja árið í röð sem Sandra María er kjörin besta íþróttakona bæjarins og Baldvin Þór hlotnaðist nafnið í annað skipti, hann var einnig kjörinn árið 2023.

Niðurstaða árlegs kjörs var kunngjörð á íþróttahátíð sem Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær stóðu fyrir í menningarhúsinu Hofi síðdegis í dag.

Nánar í kvöld með nýjum myndum