Fara í efni
Íþróttir

Baldvin með Íslandsmet – stutt í EM-lágmarkið

Baldvin Þór Magnússon og Hannah Hartung, eiginkona hans, eftir hlaupið í gær.

Baldvin Þór Magnússon byrjaði sumarkeppnistímabilið með Íslandsmeti í gær þegar hann tók þátt í 5.000 metra hlaupi í Huelva á Spáni.

Baldvin Þór hljóp vegalengdina á 13 mínútum og 20,34 sekúndum. Þessi tími er 0,35 sekúnum frá EM lágmarkinu og dugði honum í 5. sætið í hlaupinu á Spáni. „Góð byrjun á sumarkeppnistímabilinu,“ skrifar Baldvin Þór í stuttum pistli á Facebook og bætir við að það hefði verið frábært „að negla lágmarkið snemma fyrir EM í Róm.“ Tækifærin verða fleiri til að ná því og segir Baldvin Þór þennan árangur gefa mikilvæg stig fyrir vegferðina á Ólympíuleikana.