Fara í efni
Íþróttir

Baldvin bætti fimm ára Íslandsmet í 5000 m

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Baldvin Þór Magnússon úr UFA hóf keppnistímabilið innanhúss í Bandaríkjunum á laugardag með því að setja Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi. Baldvin Þór keppti á móti í Boston og hljóp á rúmum 14 mínútum; 14:01,29 mín.

Metið átti Hlynur Andrésson og hafði það staðið í fimm ár. Tími Baldvins Þórs nú var um 10 sekúndum betri en gamla metið. Baldvin Þór á einnig Íslandsmetið utanhúss í 5.000 m hlaupi, 13:32,47 mín.