Fara í efni
Fréttir

Verslunarmannahelgi: Hvernig verður veðrið?

Akureyrarvöllur, aðalhátíðarsvæði Einnar með öllu. Mynd: Hilmar Friðjónsson.

Veðurspá Veðurstofu Íslands er stutt og laggóð. Spáð er minnkandi suðvestanátt og skúrum, 5-10 metrum á sekúndu seint í kvöld. Lengst af verður þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/sek. á morgun og víða stöku skúrir. Svona sáu veðurfræðingar inn í framtíðina rétt fyrir klukkan 10 í morgun.

Akureyringar geta áfram vel við veðrið unað á lokadegi hátíðahalda verslunarmannahelgarinnar. Líklegt að gestir og skemmtikraftar sparitónleikanna á Akureyrarvelli sleppi þurrir frá kvöldinu, en þó ekki öruggt. 

Norðausturhornið baðað sól

Myndrænu spárnar á vef Veðurstofunnar, vedur.is, fyrir daginn og kvöldið. Hér má sjá allt landið kl. 15 og svo norðausturhornið kl. 20, svona rétt í þann mund sem sparitónleikar verða hafnir á Akureyrarvelli.

Allt landið kl. 15

Norðausturland kl. 20

Besta veðrið færist í austur

Besta veðrið færist aðeins austur fyrir okkur samkvæmt þessu yfirliti sem stillt var á kl. 12-23 í dag á vefnum bestavedrid.is.

Helstu staðir – næstu dagar

Dagurinn í dag ásamt tveimur til viðbótar eru nánast eins og þríburar á Akureyri samkvæmt þessari myndrænu spá Veðurstofu Íslands á vefnum gottvedur.is. Sólríkt og bjart, 17 gráðu hiti og hægviðri. Allt eins og það á að vera. Veðurspárnar ýta vætunni á undan sér.