Fara í efni
Fréttir

Tré sem stendur eitt og sér og laufgast

Framtíð Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) á ekki að ráðast af Excel-skjölum „heldur því hlutverki sem honum var og er trúað fyrir, að efla ungt fólk til menntunar, koma því til þroska og gefa tækifæri til að verða það sem það ætlaði sér.“

Þetta segir fyrsti skólameistari VMA, Bernharð Haraldsson, í grein sem hann sendi Akureyri.net og birtist í kvöld. Framhaldsskólarnir tveir í bænum, Verkmenntaskólinn og Menntaskólinn, hafa verið mjög til umræðu undanfarið vegna áforma Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálamálaráðherra, um að sameina skólana.

Bernharð var skólameistari frá 1983 til aldamóta. Hann fjallar í ítarlegri grein um verknám og ýmsa forvera Verkmenntaskólans. Hann telur að skólinn eigi að vera sjálfstæður; „tré sem stendur eitt og sér og laufgast. Því verður ekki plantað í annarra manna garð,“ segir Bernharð.

„Verkmenntaskólinn á Akureyri, sem tók til starfa haustið 1984, varð til úr mörgum menntaeiningum sem allar fengu betri sess í nýjum, sameinuðum skóla. Hann stendur á mörgum rótum og ég lít á hann eins og stórt og laufmikið tré.“

Smellið hér til að lesa grein Bernharðs Haraldssonar