Anna Lovísa og Emilía unnu Sturtuhausinn
Anna Lovísa Arnarsdóttir og Emilía Björt Hörpudóttir unnu Sturtuhausinn 2026, árlega söngkeppni nemenda Verkmenntaskólans á Akureyri sem fram fór í Sjallanum á fimmtdagskvöldið. Þær fluttu lagið Something in the Orange eftir Zack Bryan. Í öðru sæti varð Ásta Ólöf Jónsdóttir sem tók lagið Einmana eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og í þriðja sæti varð Ninja Dögun Gunnarsdóttir með lagið Lover Girl eftir Laufey.
Sem sigurvegarar Sturtuhaussins verða Anna Lovísa og Emilía Björt fulltrúar VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor.
Myndband af flutningi sigurlagsins er að finna á VMA. Smellið hér til að horfa.
Fleiri myndir frá keppninni eru á vef VMA. Smellið hér til að sjá þær.

Anna Lovísa Arnarsdóttir og Emilía Björt Hörpudóttir flytja sigurlagið, Something in the Orange eftir Zack Bryan.
