Gáfu VMA verkfæri að verðmæti 5 milljóna
Byggingadeild Verkmenntaskólans fékk á Akureyri á dögunum veglega gjöf, yfir 100 rafmagns- og handverkfæri að andvirði um 5 milljóna króna. Þessi gjöf kemur frá ellefu fyrirtækjum sem komu saman til að styrkja skólann. Benedikt Barðason skólameistari VMA þakkaði þeim fyrir hönd skólans og segir það ánægjulegt að fyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að nemendur hafi aðgang að fyrsta flokks búnaði.
Fyrirtækin eru:
- Þór hf.
- K.Þorsteinsson & Co
- SS Byggir ehf.
- Tréverk hf.
- BB Byggingar ehf.
- ÁK smíði ehf.
- HeiðGuðByggir ehf.
- Valsmíði ehf.
- Böggur ehf.
- B.E. húsbyggingar ehf.
- Húsheild/Hyrna ehf.
Helgi Valur Harðarson er brautarstjóri byggingardeildar en hann segir „ómetanlegt fyrir nemendur og kennara deildarinnar að njóta slíks velvilja og stuðnings úr atvinnulífinu. Þessi verkfæragjöf nýtist nemendum á öllum stigum náms í byggingadeild um ókomin ár og styrki öryggi, þjálfun og upplifun þeirra í námi.“
Núna verður hægt að endurnýja eldri verkfæri en einnig hægt að dreifa nemendum betur um kennslurýmið til að létta á vélasalnum sem Helgi Valur segir vera að sprengja utan af sér húsnæðið. Hann nefnir að skólinn hafi lengi ekki getað reitt sig á fjármagn frá hinu opinbera til viðhalds og endurnýjunar á búnaði og „þá eru fyrirtæki sem þessi, sem eru reiðubúin að styðja við skólann, gífurlega mikilvæg.“
Verkmenntaskólinn birti myndasafn af afhendingunni þar sem fulltrúar fyrirtækjanna voru viðstaddir ásamt nemendum og starfsfólki skólans – sjá hér