Fara í efni
Fréttir

Ræða sameiningu HA og Háskólans á Bifröst

Háskólinn á Akureyri. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Óformlegar viðræður um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst eru hafnar. Elín Díanna Gunnarsdóttir, starfandi rektor Háskólans á Akureyri, og Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og funduðu um málið í morgun.

þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Þær segjast báðar opnar fyrir því að kanna fýsileika sameiningar og þá möguleika sem hún gæti haft. Stefnt sé að því að sækja um í samstarfssjóð háskóla í október. Sameinaður skóli yrði næst stærsti háskólinn á landinu. 

Smellið hér til að sjá frétt RÚV.