Fara í efni
Fréttir

Nemendur HA komast í skiptinám til Tenerife

IRIARTE háskólinn er á norðurhluta Tenerife í borginni Puerto de la Cruz. Mynd af heimasíðu skólans.

Nemendur í viðskiptadeild Háskólans á Akureyri eiga þess brátt kost að fara í skiptinám til Tenerife! Þetta kom nýverið fram í þættinum Að norðan á N4.

Skólinn hefur gengið frá samstarfssamningi vegna skiptináms við háskóla á eynni, sem íslenskir ferðamenn hafa tekið miklu ástfóstri við, og er vonast til þess að fyrstu nemendur haldi utan á næsta skólaári.

Skólinn ytra heitir IRIARTE og er í borginni Puerto de la Cruz. „Samstarfið er í gegnum Erasmus+ við viðskiptafræðideild HA. Að sögn Rúnars Gunnarssonar, forstöðumanns miðstöðvar alþjóðasamskipta hjá HA, kennir skólinn mestmegnis á spænsku, en hins vegar er skólinn líka með námskeið á ensku og þýsku allt að 108 ECTS einingar í heildina svo það er svigrúm til skiptináms,“ segir á vef N4.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar og hlusta á viðtal við Rúnar á N4.