Fara í efni
Fréttir

Komast þarf að því hvers vegna ólæsi breiðist út

Íslensk börn komu illa út úr árlegri PISA könnun OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar). Niðurstöður voru kynntar í byrjun vikunnar, en í könnuninni er mæld hæfni og geta 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi og formaður velferðanefndar Alþingis, skrifar af þessu tilefni grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Við þurfum við að staldra við og skoða kerfin okkar af kostgæfni til að átta okkur á ástæðum þess að okkur gengur síður en við sjálf vildum. Sömuleiðis þurfum við að komast að rót þess að ólæsi sé að breiðast út á meðal ungmenna,“ segir Bjarkey meðal annars.

Niðurstöður könnunarinnar eru ekki birtar skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig. Bjarkey bendir á að þær séu unnar hjá Menntamálastofnun og nýtist þar af leiðandi ekki sem verkfæri til framfara innan einstakra skóla. „Okkur skortir amboð til að greina niðurstöðurnar niður á hvern skóla fyrir sig. Með þeim hætti gætum við séð hvað er virka og hvað ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að skólar er ólíkir og innan þeirra mikil fjölbreytni. Ekki er þó þar með sagt að öll sagan sé sögð, þvert á móti. Kennara skortir matstæki til að bera saman við önnur meðaltöl og hafa sömuleiðis mikið frelsi til að meta hæfniviðmiði út frá aðalnámskrá. Námsefni er þess vegna ekki samrýmt á milli skóla.“

Smellið hér til að lesa grein Bjarkeyjar

Smellið hér til að sjá niðurstöður PISA könnunarinnar á vef Menntamálastofnunar