Fara í efni
Fréttir

KA heima gegn Fram, Þór/KA fer á Selfoss

Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, og Sandra María Jessen, framherji Þórs/KA, hafa bæði leikið vel undanfarið. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

KA-menn fá Framara í heimsókn í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, og Þór/KA mætir liði Selfoss á útivelli í átta liða úrslitum. Dregið var í dag.

Mjólkurbikar kvenna - átta liða úrslit

 • Valur - KR
 • Selfoss - Þór/KA
 • ÍBV - Stjarnan
 • Breiðablik - Þróttur R.

Mjólkurbikar karla - 16 liða úrslit

 • ÍA - Breiðablik
 • FH - ÍR
 • KA - Fram
 • Selfoss - Víkingur R.
 • Ægir - Fylkir
 • HK - Dalvík/Reynir
 • Njarðvík - KR
 • Kórdrengir - Afturelding

Leikir í kvennakeppninni fara fram 10. og 11. júní en leikir karlaliðanna hafa verið settir á 26. og 27. júní.