Fara í efni
Fréttir

KA/Þór tekur á móti liði Fram í dag

Tinna Valgerður Gísladóttir (nr. 5) og Lydía Gunnþórsdóttir (nr. 23) fagna sigri á ÍR fyrr í þessum mánuði. Mynd: Facebook-síða KA.

KA/Þór tekur á móti Fram í 14. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag, sunnudag. KA/Þór er í 7. sæti deildarinnar með 11 stig, en Fram er í 4. sætinu með 13. stig. KA/Þór vann fyrri viðureignina við Fram, 30-29, þegar liðin mættust syðra í október.

  • Olísdeild kvenna í handknattleik
    KA-heimilið kl. 15:00
    KA/Þór - Fram