Fara í efni
Fréttir

Hávaði á leikskólum og enskumenguð íslenska

Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í talmeinafræðum, segir „skelfilegar niðurstöður Pisa“ ekki koma sér á óvart. Valdís, sem starfað hefur sem talmeinafræðingur í 50 ár, vísar þar til árlegrar könnunar OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) þar sem mæld er hæfni og geta 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði.

Valdís segir að síðastliðin 10 til 15 ár hafi henni fundist að íslenskufærni „hafi farið í frjálst fall bæði hvað varðar tjáningu og skilning.“

Hún nefnir að sjálfsagt séu fleiri en skýring til á ástandinu, en hún vilji koma tveimur á framfæri.

Sú fyrri er að börn séu á máltökuskeiði þegar þau eru í leikskólum og þar sé hávaði langt yfir mörkum sem talin eru ásættanleg fyrir munnleg samskipti. Þetta útskýrir Valdís vel í greininni.

Hin skýring Valdísar á „þessari vægast sagt afar slöku málfærni sem kristallaðist í útkomu Pisa, er hve íslenskan er orðin menguð af ensku.

Smellið hér til að lesa grein Valdísar