Fara í efni
Fréttir

Guðjón endurkjörinn formaður FF

Guðjón endurkjörinn formaður FF

Guðjón Hreinn Hauks­son hefur verið endurkjörinn formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara (FF) til næstu fjögurra ára.  Kosningu lauk í dag og hlaut Guðjón yfirburðakosningu. Úrslit voru tilkynnt á vef Kennarasambands Íslands.

Guðjón Hreinn, sem lengi kenndi við Menntaskólann á Akureyri, hef­ur gegnt for­mennsku fyr­ir FF síðan 2019.

Niðurstaða í for­manns­kjöri var þessi:

  • Guðjón Hreinn Hauks­son hlaut 732 at­kvæði eða 70,4%
  • Kjart­an Þór Ragn­ars­son hlaut 264 at­kvæði eða 25,4%
  • Auðir seðlar voru 44 eða 4,2%
  • Á kjör­skrá voru 1.756
  • At­kvæði greiddu 1.040 eða 59,2%