Fara í efni
Fréttir

Fagnar því að þyrla fái „heimili fyrir norðan“

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, fagnar því að ríkisstjórninni „hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl.“ segir hann í grein sem birtist á akureyri.net í morgun. 

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra greindi frá því í gær að til stæði að ein þyrlna Gæslunnar yrði staðsett á Akureyri og fjallaði akureyri.net um málið í þremur fréttum:

Njáll Trausti segir að þegar hann hóf að tala fyrir því á Alþingi, fyrir nokkrum árum, að þyrla yrði staðsett á Akureyri, hafi það einkum verið vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð, en nú hafi sterkari rök bæst við.

Grein Njáls Trausta: Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan