Fara í efni
Fréttir

Ekki ástæða til að endurskoða áformin

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða áform um sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, miðað við þær athugasemdir sem lýst hefur verið. Samtalið milli skólanna sé á forsendum þeirra sjálfra. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

„Ég skil auðvitað þegar fólk er hrætt við breytingar og hefur fyrirvara á þeim, það er nú eðli hvers kyns breytinga, eðlilega. Við tökum þær auðvitað alvarlega, mörgum er hægt að svara hratt og örugglega og verður leyst úr á milli skólanna, eitthvað eru óþarfa áhyggjur en annað er eitthvað sem á bara eftir að vinna, þessi vinna er nú bara á frumstigi við sameiningu þessara skóla. En ég vona bara að hún haldi áfram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamann Ríkisútvarpsins.

Frétt RÚV: Telur ekki ástæðu til að endurskoða sameiningu

Fjöldi akademískra starfsmanna Háskólans á Akureyri hafa lýstmiklum efasemdum um sameiningu skólanna tveggja, málið hafi ekki verið vel undirbúið og fara fram á að sameiningarferlinu verði hætt eða slegið á frest.

Tvær síðustu fréttir Akureyri.net um málið:

Miklar efasemdir – sameiningarferli verði hætt eða slegið á frest

2/3 á háskólafundi HA vilja falla frá sameiningu að svo stöddu