Fara í efni
Fréttir

Bæjarstjóri og rektor HA hringdu klukkunni

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA í morgun.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hringdu Íslandsklukkunni á lóð skólans í sjö mínútur frá klukkan 13 í dag. Í tilefni forvarnardagsins gegn einelti og kynferðisofbeldi, sem er í dag, var hvatt er til þess að alls kyns klukkum og bjöllum væri hringt á þeim tíma.