Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Þá riðu hetjur um héruð

EYRARPÚKINN - 72

Ung hjón bjuggu í koti langt inn í heiði þegar yngstu börn þeirra dóu úr kulda og bar bóndinn lík barnanna á baki sér gegn ísnálum norðanstormsins svo hlytu þau greftrun í vígðri mold en að bónda brottgengnum slokknar glóðin í hlóðum húsfreyju sem tekur dóttur sína í fangið og berst til næsta bæjar en fréttir þar að bóndi hennar hafi orðið úti og halda mæðgurnar aftur inn í heiði og ná kotinu nær dauða en lífi en þar stendur þá hestur í hlaði horaður og vesæll og styttir konan síðustu andartök klársins og braggast þær mæðgur uns hinn guðfrómi eigandi gæðingsins þefar hann uppi og lætur sýslumann vita en yfirvaldið stíaði mæðgunum í sundur og sturlaðist konan og sprakk úr harmi.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

    • Á sunnudögum síðustu misseri hefur akureyri.net birt kafla úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003. Þá riðu hetjur um héruð er kafli úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, síðari bók Jóhanns um Eyrarpúkann en þar segir einkum frá dvöl drengsins á æskuslóðum föður hans í Vopnafirði. Bókin kom út 2010.

Aufúsugestir í Eyrarvegi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00

Heimsókn Ingólfs frænda 1961

Jóhann Árelíuz skrifar
28. desember 2025 | kl. 06:00

Þúsund ær á fæti

Jóhann Árelíuz skrifar
21. desember 2025 | kl. 06:00

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00

Segularmböndin

Jóhann Árelíuz skrifar
07. desember 2025 | kl. 06:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00