Fara í efni
Gervigreind - pistlar

Mjög mikið álag á bráðamóttöku SAk

Mjög mikið álag er á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þessa dagana og stofnunin biðlar til fólks um að leita ekki þangað nema brýn þörf sé á. „Í vafatilfellum skal hringja í upplýsingasímann 1700,“ segir í tilkynningu frá SAk í dag.

„Það er mjög mikið álag hjá okkur núna og mjög mikilvægt að minna á að minna veikir og fólk með langvarandi einkenni leiti til heilsugæslunnar, svo að starfsfólk hér hafi tök á að sinna bráðveikum og slösuðum. Biðin getur verið mjög löng núna. Þá er mikilvægt að undirstrika að hér er grímuskylda og einvörðungu einn aðstandandi með sjúklingi, sé þörf á því.“ segir Kristín Ósk Hólm Ragnarsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku SAk.
 
Jón Pálmi Óskarsson, yfirlæknir á bráðamóttöku SAk, bendir á að ákaflega mikilvægt sé að greina á milli þess hvort æskilegt sé að leita á bráðamóttöku eða heilsugæslu. „Þau sem leita á bráðamóttöku verða metin af reyndum hjúkrunarfræðingi eins fljótt og mögulegt er. Þeim sem hjúkrunarfræðingur metur ekki í þörf fyrir bráðameðferð verður beint á heilsugæsluna.“ segir Jón Pálmi enn fremur.
 
  • Hér má finna almennar leiðbeiningar um hvert skal leita, á heilsugæslu eða á bráðamóttöku:
 
Á Heilsuveru eru ítarlegar upplýsingar um ýmsa sjúkdóma og gagnlegar ráðleggingar varðandi veikindi barna og fullorðinna. Nánari upplýsingar í tengslum við inflúensu má nálgast hér: https://www.heilsuvera.is/.../sjukdomar-fravik.../influensa/

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30