Fara í efni
Gervigreind - pistlar

Fyrsti doktorinn frá HA í hjúkrunarfræði

Dr. Elín Arnardóttir er fyrst til þess að ljúka doktorsnámi í Hjúkrunarfræði síðan háskólinn fékk til þess heimild árið 2017. 

Nýlega varði Dr. Elín Arnardóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri en Elín er fyrst til þess að ljúka doktorsnámi í hjúkrunarfræði síðan háskólinn fékk til þess heimild árið 2017. 

Verkefni Elínar ber heitið „Tíðni forstigseinkenna sykursýki af tegund 2 og notkun fyrirbyggjandi nálgana í heilsugæslu.“ Ritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Árúnar K. Sigurðardóttur, prófessors við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd dr. Marit Graue, prófessor við HVL rannsóknarháskólann í Bergen í Noregi, dr. Timothy Skinner, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og miðstöðina fyrir atferlisrannsóknir á sykursýki í Melbourne í Ástralíu, og dr. Beate-Christin Hope Kolltveit, dósent við HVL rannsóknarháskólann í Bergen í Noregi.

Á heimasíðu Háskólans á Akureyri segir Hafdís Skúladóttir, forseti hjúkrunardeildar eftirfarandi: „Uppbygging doktorsnáms við háskólann hefur verið mikil og við erum stolt af því að geta boðið upp á doktorsnám á níu fræðasviðum. Mig langar að óska Elínu Arnardóttur til hamingju með að vera orðin doktor í hjúkrunarfræði og óska henni velfarnaðar í hennar störfum.“

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30