Fara í efni
Umræðan

Virðisauki heilsu

Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu vex hratt með hverju árinu sem líður:
 
Stöðugt koma fram nýjungar í læknisfræði og flestar eru þær kostnaðarsamar.
 
Tískustraumar með auknum áhuga verða til þess að nýir og stórir hópar krefjast meðferðar sem áður var ekki talin nauðsynleg.
 
Lausnin gegn lífsstílssjúkdómum virðist ætla að verða að taka ný, háþróuð og afar dýr lyf gegn þeim, fremur en að bæta og breyta lífsstílnum.
 
Það er hollt fyrir okkur öll að hugleiða þessi flóknu mál og mikilvægt er að leita nýrra leiða og hugmynda og jafnvel markvissra, róttækra aðgerða:
 
Hugarfar mætti breytast þannig að litið verði á heilbrigðisútgjöld sem fjárfestingu fremur en kostnað.
 
Skilgreinina þarf betur hvað er innifalið í almenna tryggingarkerfinu og hvað Ríkið greiði fyrir okkur og hvað ekki.
 
Auka þarf kostnaðarvitund almennings. Ekkert er jú frítt.
 
Aukin krafa verði um að veita einungis rækilega gagnreynda meðferð.
 
Efla þarf þekkingu í heilsuhagfræði og gera árangursmælingar að hluta af allri veittri heilbrigðisþjónustu.
 
Forvarnir þarf að stórauka, bæði í heilbrigðisþjónustunni og í samvinnu við íþróttahreyfinguna, menntakerfið (líka tónlistarskóla) og lögreglu og auka þátttöku og ábyrgð hvers og eins með aukinni heilsulæsi.
 
Ljóst er að nýjar hugmyndir og viðhorf í nýtingu mannauðs heilbrigðisstétta eru nauðsynlegar.
 
Eitt mikilvægasta hlutverk heilbrigðisyfirvalda er að hvetja heilbrigðisstéttirnar til dáða og tryggja eftir bestu getu skýra stefnu og bestu faglegar aðstæður.
 
Meiri möguleikar eru fyrir alþingismenn og stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk að beita sér fyrir jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um heilbrigðismál.
 
Við sem störfum við heilbrigðisþjónustu gætum gert betur í að kynna störf okkar, fræða almenning og leiðbeina um umgegni og notkun þjónustunnar.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00