Fara í efni
Umræðan

Valmari Väljaots sagt upp sem organista

Valmari Väljaots organista í Glerárkirkju hefur verið sagt upp störfum. Valmar vildi ekki tjá sig mikið um málið í samtali við akureyri.net en staðfesti uppsögnina, sagði að sér hefði verið boðið að lækka starfshlutfall úr 100% niður í 60-70% en hann afþakkað og þá verið sagt upp.

Valmar hefur verið organisti í Glerárkirkju í 16 ár. „Ég er ekki sáttur. Mér fannst ekki boðlegt að minnka starfshlutfallið,“ sagði hann í dag. Valmar hefur sem organisti borið ábyrgð á tónlist í kirkjunni, hann kveðst ekki vita gjörla hvert planið sé, enda hafi hann ekki vitað af fyrirhugaðri stefnubreytingu prestanna, en svo virðist sem hugmyndin hafi verið að fá verktaka til þess að sjá um hluta tónlistar í kirkjunni.

Valmar segist fyrst og fremst ósáttur vegna þess að hann hafi ætíð verið heiðarlegur og skilji ekki hvað hafi allt í einu gerst. „Þótt ég sé hvítur, miðaldra karlmaður er ég stoltur af því að vera eins og ég er,“ sagði Valmar Väljaots.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30