Fara í efni
Umræðan

Tvenn álitamál

Í tilefni af skrifum míns ágæta skoðanabróður um Tónatraðarblokkir, Jóns Inga Cæsarssonar, vil ég taka fram eftirfarandi. Samkvæmt lögfræðiáliti sem bæjaryfirvöld báðu um – dagsettu 17. mars 2021, undirritað af Jóni Jónssyni lögmanni – var skipulagsráð eins og það lagði sig orðið vanhæft til ákvarðanatöku í Tónatraðarmálinu. Þetta var á allra vitorði fyrir umræddan fund skipulagsráðs, að öðrum kosti hefði varamaður Óháðra mætt í minn stað og látið til sín taka. Vitaskuld gegn þessum byggingaráformum við Tónatröð.

*

Frænka mín, Sigurbjörg Pálsdóttir, skrifar um leikvöllinn gegnt Laxdalshúsi. Ég er hjartanlega sammála henni um að vitaskuld ber að funda með íbúum um málið og ég veit að skipulagsráð stefnir að slíkum fundi, því fyrr því betra. Um annað erum við Sigurbjörg ekki sammála. Og þó. Nálægðin við Drottningarbraut vekur með mér hugrenningar um svifryk, dugar gróðurbelti gegn slíkri vá? Um þetta getum við eflaust sameinast, finnum fleiri slík atriði sem við erum á einu máli um, í því er lausn okkar mála falin.

*

Vissulega á að taka af græna svæðinu sunnan við Hafnarstræti 16 en sjálfur leikvöllurinn mun stækka um helming sýnist mér. Ræðum það.

Ég hef velt fyrir mér hvort ekki megi haga væntanlegri viðbyggingu við Hafnarstræti 16 þannig að skapist betra skjól á leikvellinum. Ræðum það.

*

Ég vil leggja meiri áherslu á uppbyggingu leiksvæða þar sem er þétt byggð en að minni vellir verði sem víðast. Því miður hefur orðið sú öfugþróun í Innbænum að þar eru sífellt fleiri hús í eigu einstaklinga sem eiga sér lögheimili víðs fjarri. Hvað varðar barnafjölda má Innbærinn ekki við slíkum öfugsnúningi í íbúasamsetningu. Ég veit, vitaskuld geta börn af brekkunni, jafnvel úr þorpinu, lagt leið sína inn eftir - en samt sem áður er það mín tilfinning að við eigum ekki að leggja út í stóran leikvöll í anda Hermanns Georgs Gunnarssonar sunnan Hafnarstrætis 16.

Þessi skoðun mín þýðir þó alls ekki að við getum ekki og eigum ekki að ræða málin. Þvert á móti skal ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar svo halda megi sem fyrst kynningar- og samráðsfund með skipulagsráði og bæjarbúum.

Með þökk fyrir birtinguna

Jón Hjaltason er óháður fulltrúi í skipulagsráði

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00