Fara í efni
Umræðan

Svifryksvandinn og tómlæti Akureyrarbæjar

Svifryksvandinn og tómlæti Akureyrarbæjar

Nú berast okkur fréttir af því að eini svifryksmælir bæjarins sé bilaður og ekki líkur á að hann komist í lag í langan tíma. Það er mjög neyðarlegt fyrir sveitarfélag sem vill láta taka sig alvarlega í umhverfismálum. Reyndar finnst mér sá vandi vera mjög sýnilegur og nær aftur til þess tíma þegar ákveðið var að sameina umhverfismálin og mannvirkjamálin í sömu nefnd. Ógæfuspor sem hefur dregið mjög úr áhuga og sýnileika umhverfismálanna. En nóg um það, því þarf að breyta.

En aftur að svifryksmálunum. Í nóvember 2019 beindi Heilbrigðisnefnd þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að keyptur yrði nýr svifryksmælir til bæjarins og þau tilmæli endurtekin þegar sýnt var að bærinn ætlaði ekkert að bregðast við tilmælunum frá 2019 og því ítrekað í sumar 2022. Hér brot af texta varðandi svifryksmálum í fundargerðum Heilbrigðisnefndar.

Að lokum er gerð tillaga um að Akureyrarbær og Akureyrarhöfn fjárfesti í færanlegum svifryksmæli sem verði notaður gagngert til þess að fylgjast með svifryki víðsvegar í bænum og einnig vegna mengunar frá skemmtiferðaskipum í Akureyrarhöfn (færanlegur mælir til viðbótar við fasta mælistöð sem er til staðar í miðbænum).“ (Fundargerðir nr. 211 árið 2019 og nr. 215 árið 2022 Heilbrigðisnefnd NA)

En eins og sjá má af fréttum um svifryk og svifryksmæla hefur ekkert gerst. Áfellisdómur yfir bæjaryfirvöldum og embættismönnum bæjarins. Ef til vil má kalla það áhugaleysi eða tómlæti. En hvað sem kalla má það er þetta mjög slæmt mál og kemur niður á öryggismálum bæjarbúa. Vonandi kviknar á perum í bæjarkerfinu og gömlu málin sem stungið var undir stól og ekkert gert, verði nú dregin fram og farið að vinna í þeim.

Ef Akureyri vill vera í fararbroddi í umhverfismálum þá verður þessu tómlæti að linna.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.

Lautin athvarf 20 ára (22 ára)

Ólafur Torfason skrifar
09. desember 2022 | kl. 14:00

Örugg skref í átt að sjálfbærni

Elma Eysteinsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 21:00

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason skrifar
05. desember 2022 | kl. 20:35

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:55

Aukið fjármagn frá ríkinu breytir stöðunni

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:00

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:45