Fara í efni
Umræðan

Stelpurnar gegn Blikum, SA-strákar gegn SR

Orri Blöndal, í fyrsta úrslitaleiknum gegn SR sem SA tapaði á þriðjudaginn, og Sandra María Jessen sem hefur verið iðin við kolann með Þór/KA í vetur. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Tvö af íþróttaliðum bæjarins verða í eldlínunni í dag á borgarhorninu; knattspyrnulið kvenna og íshokkílið karla.

  • Þór/KA mætir Breiðabliki í undanúrslitum Lengjubikarkeppni KSÍ á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst kl. 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. 

Þór/KA varð í 2. sæti í A-riðli en Breiðablik efst í B-riðli. Fróðlegt verður að sjá hvar liðin standa og spennandi að sjá hvort Sandra María Jessen nær að skora í dag; hún hefur gert 11 mörk í keppninni til þessa, lang flest allra.

  • Annar úrslitaleikur Skautafélags Reykjavíkur og Víkinga, liðs Skautafélags Akureyrar, um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí hefst svo kl. 19.45 í Skautahöllinni í Laugardal.

Reykvíkingarnir komu á óvart og sigruðu deildarmeistara SA örugglega í fyrsta úrslitaleiknum á Akureyri á þriðjudagskvöldið. Þrjá sigra þarf til að næla í Íslandsbikarinn og liðin mætast næst á Akureyri á laugardaginn. Komi til fjórða leiksins verður hann í Reykjavík næstkomandi þriðjudag og sá fimmti, ef með þarf, verður á Akureyri fimmtudaginn 30. mars.

Leikur SR og SA verður sýndur beint á vef Íshokkísambandsins - www.ihi.is - eins og venjan er þar á bæ.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15