Fara í efni
Umræðan

Sannfærandi sigur Þórs/KA á Þrótturum

Jakobína Hjörvarsdóttir, lengst til hægri, gerði seinna mark Þórs/KA á AVIS velli Þróttar í Laugardalnum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA vann mjög sanngjarnan 2:0 sigur á Þrótti í Reykjavík í dag, í efri hluta Bestu deildarinnar kvenna í knattspyrnu. 

Stelpurnar okkar voru mun betri í leiknum. Þær sóttu af miklum móð í fyrri hálfleik, fengu góð færi til að skora en tókst ekki, en aðeins voru liðnar þrjár mínútur af þeim síðari þegar Sandra María Jessen braut ísinn. Karen María Sigurgeirsdóttir átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Þróttar og Sandra María skoraði með föstu skoti utarlega úr vítateignum.

Það var svo Jakobína Hjörvarsdóttir sem gerði seinna markið á 70. mínútu. Hún tók aukaspyrnu langt úti á velli, boltinn skoppaðí í vítateignum og sigldi í gegnum hóp leikmanna og í markið án þess að nokkur snerti hann.

Valur er þegar orðinn Íslandsmeistari eins og áður hefur komið fram. Breiðablik vann Stjörnuna 2:0 í dag er komið í annað sæti með 37 stig. Stjarnan hefur 35 stig, Þróttur 34 og Þór/KA 32. Annað sæti veitir keppnisrétt í Evrópukeppni.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00