Fara í efni
Umræðan

Rafael Victor verður ekki áfram með Þór

Rafael Victor í síðasta leiknum með Þór; þegar Þórsarar sigruðu Þrótt 2:1 í Reykjavík og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Framherjinn Rafael Victor verður ekki í herbúðum knattspyrnuliðs Þórs næsta sumar, þegar Þórsarar leika í efstu deild Íslandsmótsins á ný eftir 11 ára fjarveru. Tveggja ára samningur hans rennur út um næstu áramót og félagið hefur tilkynnt Rafa að honum verði ekki boðinn nýr samningur.

Rafa lék tvö keppnistímabil með Þór. Hann gerði 9 mörk í 19 leikjum sumarið 2024 í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, og 4 mörk í 14 leikjum í sumar. Rafa var meiddur allan síðasta vetur og hóf ekki að leika með liðinu fyrr en í lok júní.

Rafael Victor er 29 ára Portúgali. Hann lék fyrst á Íslandi 2019, með Þrótti í Reykjavík. Rafa lék með Hetti/Hugin 2022 og Njarðvík 2023, áður en hann samdi við Þór. Ekki liggur fyrir hvert leið framherjans liggur næst.

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30