Fara í efni
Umræðan

Ráðhús við Ráðhústorg

Við Akureyringar eigum því láni að fagna að eiga okkar Ráðhústorg. Torgið var hluti uppfyllingar í Bótinni á sínum tíma. „Það hlaut nafnið af því, að þegar það varð til á skipulagi var ætlast til að ráðhús bæjarins yrðir reist þar. Ekkert varð af því og ólíklegt að svo verði í náinni framtíð“ skrifar Steindór Steindórsson í bók sinni: Akureyrir Höfuðborg hins bjarta norðurs, sem gefin var út 1993.

Við Geislagötu 9, var í upphafi reist slökkvistöð 1951 og síðar var byggt ofan á það húsnæði fyrir skrifstofur. Þar hafa verið skrifstofur bæjarins frá 1967 og Rafveitu Akureyrar til 1991. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á húsinu síðan og jarðhæð stækkuð. Til að gera mönnum grein fyrir því hvaða hús þetta er hefur verið sett, með stórum stöfum, á austur vegg þess heitið Ráðhús.

Bæjarstjórn nú hefur lagt til að húsið við Geislagötu 9, verði stækkað og er áætlaður kostnaður við verkið 1,7 milljarðar krónan á grundvelli niðurstöðu hönnunarsamkeppni um viðbygging. Hugmyndin er sú að þessi aðgerð leiði til þess að allar skrifstofur bæjarins geti verði á einum stað.

Eftir stendur að Ráðhúsið stendur ekki við Ráðhústorg, þó efalítið muni húsakosturinn bera nafnið áfram.

Nú hafa þau tíðindi borist að Landsbankinn vilja selja eign sína við Strandgötu 1, sem byggt var 1953/54 auk viðbyggingar sem reist var 1975. Þar voru skrifstofur bæjarins, rafveitu og fundarsalur bæjarstjórnar þar til flutt var í Geislagötu 9.

Hús Landsbankans, þó reisulegt sé, var aldrei fullbyggt og ber austurstafn þess því merki. Það er þó von að nýir eigendur hafi þann metnað að ljúka við húsið í láta það fá það svipmót sem því hæfir. Það er skiljanlegt að bankinn vilji losa sig við eignir sem hann nýtir ekki fyrir sína starfsemi og hefur aldrei nýtt nema að hluta til í eigin þágu. Þetta virðist eiga við fleiri fasteignir hans á landsbyggðinni.

Öðru máli gegnir við ákvörðun bankans um byggingu ný húsnæðis fyrir bankann. Við Austurbakkann í Reykjavík, en þar rís nú hús sem er um 16.500 m2 auk tæknirýma og bílakjallara, klætt blágrýtishjúps og nefnt „Landsbankahöllin“, minna má það ekki vera. Landsbankinn telur sig spara um hálfa milljarð með byggingu tólf milljarða krónu húss, sem hann þarf þó ekki að nýta nema að hluta til. því um 6.500 m2 fara í útleigu til utanríkisráðuneytisins og Listasafn Íslands og fl.

Hér held ég að rétt sé fyrir bæjarstjórn Akureyrar að staldra við og skoða þann kost vandlega hvort ekki væri metnaðarfyllra að ganga til samninga við Landsbankann um kaup á Strandgötu 1, ljúka byggingu þess og flytja höfuðstöðvar „Hins bjarta norðurs“ að Ráðhústorgi og nýta Geislagötu 9 áfram, í óbreyttri mynd, fyrir þá starfsemi sem ekki rúmast í Strandgötu 1, og hverfa frá 1,7 milljarða fjárfestingunni við Geislagötu 9. Starfsemi Landsbankans er auðvelt að flytja í góða starfsstöð á Akureyri. Þó ég sé ekki talsmaður aukinnar lántöku af hálfu sveitarfélagsins þá tel ég að Landsbankinn geti fjármagnað þessa hugmynd til fjölmargra ára fyrir þennan trausta viðskiptavin.

Það væri metnaðarfull aðgerð og mikil reisn yfir því að Ráðhúsið stæði við Ráðhústorg.

Sigurður J. Sigurðsson er fyrrverandi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Akureyrar.

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03

Við erum sterk og viljum berjast fyrir okkar málstað

Björn Snæbjörnsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 15:45