Fara í efni
Umræðan

Óþarfa óhreinindi

Undanfarnar vikur hefur verið sá árstími er maður skammast sín fyrir bæinn okkar og er það árvisst. Mikil óhreinindi hvert sem litið er og rykmökkur yfir bænum með tilheyrandi leiðindum. Í raun er ekkert óeðlilegt að óhreinindi komi í ljós þegar snjóa leysir á vorin eftir langan vetur en það er mannanna verk hversu yfirgengilegt þetta er. Ástæðan er óhóflegur sandburður á stræti og torg.

Flestir held ég að séu sammála því að sandbera göngu- og hjólastíga, jafnvel þótt hluti þess sands skili sér síðan á götur bæjarins. En hver er tilgangurinn með að sandbera láréttar götur? Hefur einhver beðið um þetta? Gagnast þetta eitthvað? Bílarnir okkar eru skóaðir til að keyra í snjó og hálku og því hefur þetta afar lítinn tilgang. Líklega má færa rök fyrir því að skynsamlegt sé að sanda hringtorg, brattar brekkur o.s.frv. en það má líka færa skynsamleg rök fyrir því að sleppa þessu algerlega á flestar götur.

Kostnaður við sandburð er talsverður og enn meiri við hreinsun á vorin, klárlega er heildarkostnaður nokkrir tugir milljóna. Stjórnendur og starfsmenn bæjarins eiga alltaf að fara vel með skattfé bæjarins og skora ég því á þetta ágæta fólk að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að draga úr þessum óþarfa.

Anton Benjamínsson er véltæknifræðingur

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14

Þegar að lífið fölnar í samanburði ...

Skúli Bragi Geirdal skrifar
09. maí 2023 | kl. 11:24

Megum við lifa mannsæmandi lífi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
08. maí 2023 | kl. 10:00