Fara í efni
Umræðan

Ögurstund í Höllinni – sigur eða sumarfrí!

Jason Gigliotti reynir að verja skot Darius Banks í leik Þórs og Skallagríms á Akureyri fyrir skömmu. Mikið mun á Þórsurunum þremur á myndinni í kvöld, Jason, Reyni Róbertssyni og Harrison Butler. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Komið er að ögurstundu í einvígi Þórs og Skallagríms um hvort liðið mætir ÍR í undanúrslitum úrslitakeppninnar um sæti í efstu deild Íslandsmóts karla í körfubolta næsta vetur.

  • Fimmti og síðasti leikur liðanna verður í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.15.

Þór og Skallagrímur hafa mæst fjórum sinnum á skömmum tíma. Fyrstu þrír leikirnir voru hnífjafnir:

  • Skallagrímur vann fyrsta viðureignina á Akureyri með tveggja stiga mun
  • Þór sigraði síðan í Borgarnesi, einnig með tveggja stiga mun
  • Þór vann svo á heimavelli með eins stigs mun og því var allt eins reiknað með jafntefli í fjórða leiknum í Borgarnesi!
  • Svo fór þó ekki heldur unnu heimamenn örugglega. Eftir jafnan fyrri hálfleik datt botninn úr leik Þórsara í þriðja leikhluta og Skallagrímsmenn stungu af og unnu örugglega.

Hvað er betra en góð kvöldstund á íþróttakappleik? Nú er meira að segja tækifæri til að bjóða fjölskyldunni út að borða í leiðinni, því Þórsarar grilla hamborgara fyrir leik og selja! Sú veisla hefst kl. 18.00.

Ástæða er til að hvetja Þórsara og aðra íþróttaáhugamenn til að fjölmenna í Höllina í kvöld og styðja heimamenn til sigurs! 

Sigurliðið í kvöld mætir ÍR í undanúrslitum sem fyrr segir. Fyrsti leikur í því einvígi verður á heimavelli ÍR næsta miðvikudag. Í undanúrslitum mætast einnig Fjölnir og Sindri.

Blöndulína 3, jarðstrengsumræðan og framtíðin

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
30. apríl 2024 | kl. 10:10

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30