Fara í efni
Umræðan

Óásættanleg framkoma Baldvins Z

Ég átti og rak útgáfufyrirtæki í um 24 ár og er því nokkuð vanur að skrifa fréttir, greinar og aðra pistla. Í framhaldi af því hef ég skrifað nokkrar smásögur og ein af þeim þótti mér það frambærileg að mér datt í hug að sú gæti verið efni í stuttmynd. Ég talaði því við Baldvin Z og eftir símtal við hann varð úr að ég sendi honum handritið að sögunni fyrir mörgum mánuðum eða í fyrra. Mig var farið að lengja eftir svari og eftir marg ítrekaðar símhringingar svo í tugum eru taldar án árangus hringdi ég í ágætan Pétur Guðjónsson sem ég vissi að þekkti til Baldvins Z enda báðir unnið á sama sviði og auðvitað náði Pétur strax sambandi og í framhaldi af því fékk ég tölvupóst frá Baldvini Z þar sem hann segir mér að hann hafi HENT handriti mínu. Ég hafði meira að segja nefnt 2 ætlaða frábæra leikara ef af yrði. Baldvini Z var hampað ótæpilega á sínum tíma svo ég er yfir mig undrandi á ótrúlega ófyrirleitinni framkomu hans. Lágmark hefði verið að senda mér handritið til baka þó ótækt hefði honum fundist það til áfram vinnslu.
 
Hjörleifur Hallgríms er eldri borgari á Akureyri

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00