Fara í efni
Umræðan

Meiri lífsgæði fyrir fatlaða og betrumbætt leiksvæði

Fyrir liggur að Akureyrarbær mun fara í endurbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16 þar sem þörfin er mjög mikil. Velferðarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir umræddri staðsetningu, þar sem hún er talin henta mjög vel. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár vegna þess að það uppfyllir ekki nútímakröfur um aðbúnað. Því verður nú breytt og endurbygging mun skila stærra og betra húsi sem henta notendum. Eina leiðin til þess gera slíkar breytingar er að stækka húsið til suðurs inn á grænt svæði, sem stendur við leikvöllinn í Innbænum. Hægt er að sjá ágætlega breytinguna með því að horfa á bleiku línurnar á myndinni hér að neðan.

Það er ljóst að með þessari breytingu verður ekki lengur til staðar hóll sem börn hafa stundum nýtt til t.d. að renna sér á snjóþotu en þess í stað verður gerður nýr hóll á öðrum stað. Leikvöllurinn verður stækkaður í austurátt og gerður skemmtilegri en hann er núna með því að girða leiksvæðið af og leiktækjum og gróðri verður bætt við þannig að hann verði bæði hlýlegri og meira aðlaðandi. Hægt er að sjá þá breytingu með því að horfa á gulu línurnar á myndinni hér að neðan.

Akureyrarbær vill búa vel að fötluðum og ekki var hægt að bíða lengur með byggingu nýs íbúðakjarna. Með því að fara þessa leið eru aðstæður þessa viðkvæma hóps bættar og á sama tíma verður leiksvæðið betrumbætt. Það er mat skipulagsráðs að framkvæmdin verði öllum til sóma og ánægju þegar fram líða stundir.

Fyrir hönd skipulagsráðs,

Halla Björk Reynisdóttir er formaður skipulagsráðs Akureyrar

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00