Fara í efni
Umræðan

Listasafnið: Engill og fluga Salóme Hollanders

SÖFNIN OKKAR – XXVI

Frá Listasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Salóme Hollanders
Engill og fluga
2023

Salóme Hollanders lauk BA-námi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands vorið 2022 og hefur síðan tekið þátt í sýningum hérlendis og erlendis. Verk hennar eru gjarnan á mörkum hönnunar og myndlistar, þar sem hún kannar rýmið sem skapast við skörun sviðanna tveggja.

Verkið Engill og fluga má sjá á samnefndri sýningu Salóme, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri og er unnið sérstaklega fyrir sýninguna. Sýningin er hennar fyrsta einkasýning á opinberu safni og var opnuð í byrjun mars og stendur fram í miðjan ágúst. Verkið er eitt af þeim sem Listasafnið festi nýlega kaup á fyrir styrk úr Listaverkasafni Valtýs Péturssonar. Einnig voru keypt verk eftir Sigurð Atla Sigurðsson, sem áður hefur verið fjallað um í þessum pistlum, Heiðdísi Hólm og Söru Björgu Bjarnadóttur. Fjallað verður um tvær síðastnefndu og verk þeirra á næstunni.

Í titilverkinu Engill og fluga, sem og á sýningunni sjálfri, kannar Salóme heim málverksins sem býr yfir dulúð og draumkenndum narratívum um merkingu og myndrænt landslag. Í rýminu speglast víddir hins tvívíða flatar og hins þrívíða efnisheims, þar sem form, línur og fletir hafa oltið fram úr striganum inn í rýmið, eins og teningar sem er kastað á spilaborð. Að standa í miðju málverki og upplifa það innan úr því sjálfu, finna fyrir andrúmslofti og efniskennd þess. Að hreyfa sig innan strigans. Flakk einfaldra en óræðra forma vídda á milli hefur í för með sér nýja möguleika og ljóst er að ekki er allt sem sýnist á tvívíðum fleti strigans.

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00

Mjög skiljanleg umræða um EES

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. október 2024 | kl. 18:30

Hvalveiðar og geirfuglinn

Aðalsteinn Árnason skrifar
28. október 2024 | kl. 10:00

Vinnuvikan stytt en álag á nemendur aukið

Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar
27. október 2024 | kl. 16:00

Kennarar kjósa frekar mannúð en úlfúð

Hlín Bolladóttir skrifar
24. október 2024 | kl. 20:45