Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða
03. júlí 2025 | kl. 14:00
Jóhann Helgi Hannesson, markahæsti knattspyrnumaður í sögu Þórs, leggur skóna á hilluna eftir keppnistímabilið. Hann staðfesti það í viðtali við knattspyrnuvefinn fotbolti.net eftir leikinn gegn ÍBV í kvöld. Einungis eru þrír leikir eftir Lengjudeild Íslandsmótsins. „Það eru 19 dagar eftir, ætla bara að reyna njóta þeirra og klára þetta með sæmd," sagði framherjinn.
Jóhann Helgi hefur gert 67 mörk í deildaleikjum fyrir Þór – 14 í A-deild og 53 í B-deild – og átta í bikarkeppninni.
Nánar hér á fotbolti.net.