Fara í efni
Umræðan

Jóhann Helgi: þrír leikir eftir á ferlinum

Jóhann Helgi Hannesson kemur inn á í leiknum gegn ÍBV í kvöld –259. deildaleiknum fyrir Þór. Til hægri er Kristófer Kristjánsson, sem kom inná á sama tíma. Kristján varð 17 ára í síðasta mánuði. Þetta var sjötti deildarleikur hans. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jóhann Helgi Hannesson, markahæsti knattspyrnumaður í sögu Þórs, leggur skóna á hilluna eftir keppnistímabilið. Hann staðfesti það í viðtali við knattspyrnuvefinn fotbolti.net eftir leikinn gegn ÍBV í kvöld. Einungis eru þrír leikir eftir Lengjudeild Íslandsmótsins. „Það eru 19 dagar eftir, ætla bara að reyna njóta þeirra og klára þetta með sæmd," sagði framherjinn.

Jóhann Helgi hefur gert 67 mörk í deildaleikjum fyrir Þór  – 14 í A-deild og 53 í B-deild – og átta í bikarkeppninni.

Nánar hér á fotbolti.net.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30