Fara í efni
Umræðan

Íshokkí: Meirihluti landsliðsins frá SA

A-landslið karla í íshokkí 2024. Mynd: ÍHÍ.

Skautafélag Akureyrar á meirihluta liðsmanna í A-landsliði karla í íshokkí, 13 af 22, sem hefur leik í 2. deild B í Heimsmeistaramótinu í nótt, kl. 4:30 að íslenskum tíma. Ísland mætir liðum Georgíu, Búlgaríu, Tævan, Tælands og Nýja-Sjálands. Íslenska liðið var ekki að skreppa til næsta bæjar því leikið er í Nýja-Sjálandi og því langt ferðalag að baki áður en liðið hefur leik í nótt.

Leikmenn SA í landsliðshópnum: Andri Már Mikaelsson, Baltasar Hjálmarsson, Gunnar Arason, Hafþór Andri Sigrúnarson, Halldór Skúlason, Heiðar Gauti Jóhannsson, Jóhann Már Leifsson, Matthías Már Stefánsson, Ólafur Baldvin Björgvinsson, Róbert Steingrímsson (m), Ormur Jónsson, Uni Steinn Blöndal og Unnar Hafberg Rúnarsson. Auk þeirra eru Arnar Helgi Kristjánsson og markvörðurinn Helgi Ívarsson í landsliðshópnum, en báðir koma upphaflega úr röðum SA og spila nú í Þýskalandi, Arnar Helgi með  með EJK Kassel og Helgi með Eisbaeren Eppelheim. Þannig má segja að 15 af 22 landsliðsmönnum komi úr röðum SA.

Starfsliðið er líka að meirihluta frá Skautafélagi Akureyrar. Rúnar Freyr Rúnarsson er aðstoðarþjálfari, Sheldon Reasbec, sem er þjálfari SA, er með landsliðinu sem myndbandsþjálfari, Ari Gunnar Óskarsson er tækjastjóri og Leifur Ólafsson liðsstjóri.

Upplýsingar um keppnina og leiki Íslands má finna á vef mótsins á IIHF.com og á vef Íshokkísambands Íslands.

Leikir Íslands

  • 27. apríl kl. 04:30
    Ísland - Georgía
  • 28. apríl kl. 01:00
    Ísland - Búlgaría
  • 30. apríl kl. 01:00
    Ísland - Tævan
  • 2. maí kl. 04:30
    Ísland - Tæland
  • 3. maí kl. 08:00
    Ísland - Nýja-Sjáland

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45