Fara í efni
Umræðan

Heilsugæslustöðin norðan tjaldsvæðis

Guli flöturinn efst á myndinni er fyrirhuguð heilsugæslustöð. Brúni flöturinn er Icelandair hótelið og guli flöturinn þar fyrirhuguð viðbygging við Icelandair hótelið.

Heilsugæslustöðin, sem byggð verður á Brekkunni, rís vestast á bílastæðinu norðan við núverandi tjaldsvæði, á mótum Byggðavegar og Þingvallastrætis. Ekki á tjaldsvæðinu sjálfu, eins og jafnan var í umræðunni. 

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær að auglýsa breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í fyrsta lagi er um að ræða lóð fyrir 1.700 fermetra heilsugæslu þar sem nú eru bílastæði, þá er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar vegna viðbyggingar við vesturhluta hótelsins, og því að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs.

Taka á í notkun tvær nýjar heilsugæslustöðvar í á næstu árum stað þeirrar einu sem nú er í miðbænum. Ákveðið hafði verið að sú norðan Glerár yrði við Skarðshlíð en ekki er víst að svo fari. Meirihluti bæjarráðs ákvað fyrr á árinu að málið yrði tekið fyrir á ný og fleiri valkostir skoðaðir. 

Horft á reitinn úr norðri, frá Þingvallastræti. Icelandair hótelið er dökkbrúni flöturinn, sá ljósi er fyrirhuguð viðbygging við hótelið og guli flöturinn heilsugæslustöðin. Eins og sjá má er gert ráð fyrir bílakjallara undir húsinu.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15