Fara í efni
Umræðan

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn

Hafdís Sigurðardóttir – besta hjólreiðakona landsins. Mynd af vef Hjólreiðasambands Íslands.

Akureyringurinn Hafdís Sigurðardóttir, besta hjólreiðakona Íslands, hlýtur Gullhjálminn að þessu sinni. Sá glæsilegi gripur er veittur „til að heiðra þá sem stuðla að uppbyggingu hjólreiðasamfélagsins. Hafdís er svo sannarlega vel að þessum verðlaunum komin, og óskum við henni hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu,“ segir á vef Hjólreiðasambands Íslands.

Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins og Hafdís sigraði í kosningu á netinu.

„Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi,“ segir ennfremur á vef Hjólreiðasambandsins sem veitir Gullhjálminn ásamt Hjólavarpinu, hlaðvarpi um hjólreiðar.

„Hún hefur ekki aðeins náð eftirtektarverðum árangri í eigin ferli sem hjólreiðakona, heldur einnig lagt sig óþreytandi fram við að hvetja aðra til dáða.“

Á vef Hjólreiðasambandsins segir einnig: „Með stofnun hópsins Akureyrardætur hefur Hafdís haft gríðarleg áhrif á hjólreiðamenningu á Akureyri og víðar. Hún hefur innblásið fjölda kvenna til að stíga á hjólið og er lifandi dæmi um að aldrei er of seint að elta draumana sína.“

Konur í fyrsta sæti ...

„Konur þurfa að læra að setja sig í fyrsta sæti og taka tíma fyrir sjálfar sig,“ sagði Hafdís þegar hún ræddi við Hjólavarpið fyrr á árinu. Hafdís var sömuleiðis valin hjólreiðakona ársins 2024 af Hjólreiðasambandi Íslands. Á meðal afreka hennar er þátttaka á heimsmeistaramótum og framúrskarandi frammistaða í alþjóðlegum keppnum en samhliða því hefur hún stuðlað að aukinni uppbyggingu innan sportsins.

Hafdís var gestur Hjólavarpsinsí október á síðasta ári og fór yfir hjólaferil sinn. Þáttur með Hafdísi Sigurðardóttir

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00