Fara í efni
Umræðan

Gerði athugasemdir við skotklukkuna

Þó skotklukkan (rauðir tölustafir, 10) sjáist vel frá þessu sjónarhorni ljósmyndarans er alls ekki svo alls staðar á vellinum. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Staðsetning á skotklukkum við körfurnar í Íþróttahöllinni á Akureyri virðist hafa verið röng frá upphafi þegar körfurnar voru settar upp og teknar í notkun fyrir nokkrum árum, og hefur ekki verið lagfærð þrátt fyrir að þetta hafi verið vitað frá upphafi og bent hafi verið á það.

Eftirlitsmaður Körfuknattleikssambands Íslands  á leik Þórs og Vals í átta liða úrslitum Íslandsmótsins, Bónusdeildar kvenna, kom á framfæri athugasemd um þetta við starfsmenn leiksins og setti í skýrslu sína eftir leikinn í gærkvöld.

Bjarki Ásbjarnarson á ritaraborði leiksins sýnir tveimur af dómurum leiksins, þeim Kristni Óskarssyni og Stefáni Kristinssyni atvik sem þeir þurftu að skoða til að geta ákveðið hvort liðið átti boltann. Þetta atvik er ekki það sem vísað er til í fréttinni varðandi það hvort skotklukka hafði runnið út eða ekki. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Málið snýst um það að skotklukkurnar eru fyrir innan járnavirkið sem heldur körfunum og körfuspjöldunum uppi og skyggja skástífur úr járni þannig á skotklukkuna á ákveðnum stöðum á vellinum. Sömuleiðis háir þetta kvikmyndatöku eins og glögglega kom í ljós í leiknum í gær þegar dómarar þurftu að skjótast að skjánum til að skoða upptöku og fullvissa sig um það hvort karfa sem Valur skoraði hafi verið gild eða ekki, þ.e. hvort skotklukkan var runnin út þegar leikmaðurinn sleppti boltanum. Myndavél sem beint er að skotklukkunni er þannig staðsett að járnstöng skyggir á hluta hennar og getur því truflað við slíka ákvarðanatöku dómara eins og í leiknum í gær.

Stefán Smári og Bjarki á ritaraborðinu rýna á skjáinn ásamt dómurunum Kristni Óskarssyni og Stefáni Kristinssyni. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Hér má sjá staðsetningu skotklukkunnar ofan við körfuna, innan við skástífur úr járni sem eru hluti af rammavirkinu sem heldur körfunni uppi. Á vissum stöðum á vellinum skyggja þessar járnstangir á skotklukkuna, meðal annars frá sjónarhorni myndatökuvélar sem beint er að skotklukkunni. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45