Fara í efni
Umræðan

KA/Þór fær efnilegan línumann úr Eyjum

Jónatan Magnússon, þjálfari KA/Þórs, og Herdís Eiríksdóttir handsala samning Herdísar við félagið. Mynd: ka.is.

KA/Þór tilkynnti fyrir stundu um nýjan leikmann og sækir liðsstyrk til Vestmannaeyja og hefur samið við Herdísi Eiríksdóttur, 19 ára öflugan línumann, sem kemur til með að styrkja liðið í baráttunni í efstu deild, Olísdeildinni, á komandi tímabili. 

Í frétt félagsins segir að Herdís sé afar efnileg og hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár. Hún spilaði 20 leiki með ÍBV í Olísdeildinni í vetur. 

„Við erum afar spennt fyrir komu Herdísar hingað norður en undanfarin ár hefur KA/Þór verið að byggja upp öflugt lið á yngri leikmönnum og verður gaman að sjá hvernig liðinu reiðir af í deild þeirra bestu eftir sannfærandi sigur í Grill66 deildinni í vetur. Það er ljóst að koma Herdísar mun aðeins styrkja liðið og bjóðum við hana hjartanlega velkomna norður,“ segir einnig í frétt félagsins.

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45