Fara í efni
Umræðan

Fyrsta tap Þórs/KA kom að Hlíðarenda

Þór/KA sækir að marki Vals í 2:0 sigri á Reykjavíkurliðinu í Lengjubikarnum í mars í Boganum. Dæmið snérist við að Hlíðarenda í dag og Valsmenn fögnuðu sigri. Mynd: Ármann Hinrik.

Leikmenn Þórs/KA urðu að sætta sig við 3:0 tap fyrir Val í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag þegar liðin mættust á Valsvellinum að Hlíðarenda. Stelpurnar okkar í Þór/KA höfðu unnið tvo fyrstu leikina og eru í þriðja sæti eftir þrjár umferðir með sex stig.

Þrátt fyrir þriggja marka mun þegar lokaflautið gall, og að sigur Vals væri sanngjarn þegar upp var staðið, var leikurinn nokkuð jafn lengst af og Þór/KA meira að segja betra liðið á köflum. En ólíkt mörgum fyrri leikjum þessara liða var Þór/KA meira með boltann á löngum köflum en heimaliðið beitti skyndisóknum og það með afar góðum árangri. Þór/KA náði hins vegar ekki að nýta þá góðu sóknarmöguleika og „hálffæri“ sem gáfust.

Það var Jordyn Rhodes sem gerði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 62. mín. og Valur komst í 2:0 á 70. mín. Ein Valsstúlknanna skaut þá í Kolfinnu Eik Elínardóttur, leikmann Þórs/KA, af henni fór boltinn í netið og markið telst sjálfsmark. Fanndís Friðriksdóttir gerði þriðja markið rétt fyrir leikslok.

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45